Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 17. mars 2018 21:59
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ítalía: Tap hjá Emil og félögum - Juventus tapaði stigum
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í dag, en þessari 29. umferð deildarinnar lýkur á morgun með átta leikjum.

Í fyrri leik dagsins mættust Udinese og Sassuolo, fyrsta mark leiks kom undir lok fyrri hálfleiks en þá varð Ali Adnan leikmaður Udinese fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Seko Fofana jafnaði metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks og staðan 1-1 í hálfleik. Stefano Sensi skoraði svo sigurmark Sassuolo á 74. mínútu. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Sassuolo í fallbaráttunni, Emil Hallfreðsson kom ekkert við sögu í leiknum í dag.

Í kvöld fór fram leikur Spal og Juventus, gestirnir hefðu getað með sigri náð sjö stiga forskoti á Napoli sem er í öðru sæti en svo fór ekki því leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Napoli mætir Genoa á heimavelli á morgun og getur með sigri minnkað muninn niður í tvö stig.

Spal 0 - 0 Juventus

Udinese 1 - 2 Sassuolo
0-1 Ali Adnan ('42 , sjálfsmark)
1-1 Seko Fofana ('44 )
1-2 Stefano Sensi ('74 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 32 18 9 5 45 24 +21 63
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
7 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
8 Lazio 32 15 4 13 41 35 +6 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 32 9 12 11 35 39 -4 39
13 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
14 Cagliari 32 7 10 15 34 54 -20 31
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner
banner