banner
   lau 17. mars 2018 17:54
Gunnar Logi Gylfason
Lengjubikarinn B-deild: Markaveisla í Grafarvogi
Andri Freyr skoraði tvö mörk í dag
Andri Freyr skoraði tvö mörk í dag
Mynd: Afturelding
Hreinn Bergs skoraði fyrra mark Augnabliks í dag
Hreinn Bergs skoraði fyrra mark Augnabliks í dag
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Leikið var í riðlum 1,2,3 og 4 í B deild Lengjubikarsins í dag en einn leikur fór fram í hverjum riðli.

Í riðli 1 vann Augnablik Ægi 2-1 en þetta var fyrsti sigur Kópavogsliðsins í þremur leikjum en Ægir hefur tapað báðum leikjum sínum í mótinu.

Í riðli 2 valtaði Grótta yfir Reyni frá Sandgerði á Seltjarnarnesinu.
Seltirningar voru komnir í 2-0 strax eftir ellefu mínútna leik.

Kristófer Scheving fékk rautt spjald í liði heimamanna en það kom ekki að sök því þeir bættu við einu marki í lok leiks og lokatölur því 3-0.

Grótta er með fullt hús stiga í riðlinum en Reynir er með einn sigur úr fjórum leikjum.

Afturelding þurfti ekki að ferðast langt í útileik gegn Vængjum Júpiters í dag en leikurinn fór fram á gervigrasinu við Egilshöllina.

Mosfellingar komust í 0-2 snemma leiks með mörkum frá Bjarka Ragnari Sturlusyni en heimamenn jöfnuðu. Aftur skoruðu Mosfellingar tvö mörk í röð með stuttu millibili en í þetta skiptið var það Andri Freyr Jónasson sem skoraði mörkin.

Daníel Rögnvaldsson minnkaði muninn fyrir heimamenn á 80. mínútu en nær komust þeir ekki, þrátt fyrir að gestirnir misstu mann af velli með rautt spjald í lok leiks.

Afturelding er á toppi riðilsins en Vængir Júpiters í því 4.

Fyrir norðan tóku Völsungar á móti Hetti á Húsavík.

Bjarki Baldvinsson kom heimamönnum yfir í byrjun seinni hálfleiks en gestirnir voru lengi að jafna. Heimamenn skoruðu þó sigurmarkið úr víti á 83.mínútu.

Völsungur er á toppi riðilsins en Höttur á botninum.

Lengjubikarinn B-deild:

Riðill 1:
Augnablik 2-1 Ægir
1-0 Hreinn Bergs (7')
2-0 Ágúst Örn Arnarson (75')
2-1 Arnór Ingi Gíslason (78')

Riðill 2:
Grótta 3-0 Reynir Sandgerði
1-0 Sindri Már Friðriksson (3')
2-0 Sölvi Björnsson (11')
3-0 Sölvi Björnsson (víti) (85')
Rautt spjald: Kristófer Scheving, Grótta (25')

Riðill 3:
Vængir Júpiters 3-4 Afturelding
0-1 Bjarki Ragnar Sturluson (13')
0-2 Bjarki Ragnar Sturluson (15')
1-2 Ingibergur Kort Sigurðsson (víti) (30')
2-2 Georg Guðjónsson (35')
2-3 Andri Freyr Jónasson (víti) (45')
2-4 Andri Freyr Jónasson (46')
3-4 Daníel Rögnvaldsson (80')
Rautt spjald: Sigurður Kristján Friðriksson, Afturelding (89')

Riðill 4:
Völsungur 2-1 Höttur
1-0 Bjarki Baldvinsson (50')
1-1 Brynjar Árnason (víti) (61')
2-1 Guðmundur Óli Steingrímsson (víti) (83')

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner