Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. mars 2018 18:10
Gunnar Logi Gylfason
Lengjubikarinn: Máni sá um Magna
Máni Austmann (t.v.) gerði þrennu fyrir ÍR í dag
Máni Austmann (t.v.) gerði þrennu fyrir ÍR í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR 3-1 Magni
1-0 Máni Austmann Hilmarsson (30')
1-1 Bergvin Jóhannsson (73')
2-1 Máni Austmann Hilmarsson (90')
3-1 Máni Austmann Hilmarsson (90')

Magni frá Grenivík kom í borgarferð til að spila við Breiðhyltingana í ÍR en leikurinn fór fram í Egilshöllinni.

Fyrsta mark leiksins var skorað eftir 30 mínútur þegar Máni Austmann Hilmarsson kom ÍR-ingum yfir.

Á 73. mínútu jafnaði Bergvin Jóhannsson metin fyrir gestina.

Máni skoraði svo sitt annað mark og fullkomnaði þrennuna í uppbótartíma og tryggði ÍR 3-1 sigur.

Þetta var eini sigur Breiðhyltinganna í riðlinum og enda þeir í neðsta sæti en Magnamenn enda mótið í 4.sætið riðilsins.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner