Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. mars 2018 12:00
Gunnar Logi Gylfason
Mourinho: Leikmenn Man Utd þurfa að þroskast
Jose Mourinho vill að lærisveinar sýnir þroskist
Jose Mourinho vill að lærisveinar sýnir þroskist
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho hélt 12 mínútna ræðu í kjölfar þess að Man Utd féll úr Meistaradeildinni í 16-liða úrslitum gegn Sevilla.

Meðal þess sem Portúgalinn sagði var að hann vildi að leikmenn sínir þroskuðust.

„Þeir verða að læra að höndla þetta stig af væntingum og pressu. Þegar þeir geta höndlað það þá verða þeir sterkari," sagði Portúgalinn.

„Þú veist, ef lífið væri auðvelt færu stuðningsmennirnir ekki í uppnám og enginn gagnrýndi okkur, það væri ekki gott. Það væri ekki gott, því ef þú vilt verða topplið með topp hugarfar þá þurfa þeir að þroskast.

„Þeir þurfa að þroskast og besta leiðin til þess að þroskast er að upplifa þessa tilfinningu. Ég vil því ekki að stuðningsmennirnir lækki væntingarnar sínar, ég vil að stuðningsmennirnir séu með háar væntingar því ég vil að leikmennirnir eru með háar væntingar,"
sagði Portúgalinn að lokum.

Manchester United spilar í kvöld við Brighton í 8-liða úrslitum enska bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner