Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. mars 2018 18:00
Gunnar Logi Gylfason
Salah: Enska úrvalsdeildin er fullkomin fyrir mig
Salah hefur farið á kostum með Liverpool á tímabilinu
Salah hefur farið á kostum með Liverpool á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Mohammed Salah, sóknarmaður Liverpool, segir að enska úrvalsdeildin sé fullkomin fyrir sig.

„Hjá Chelsea spilaði ég ekki, svo ég fékk ekki tækifæri," sagði Salah og hélt áfram. „Ég sagði öllum vinum mínum, ég held ég hafi sagt það í mörgum viðtölum líka, að ég vildi koma aftur (í ensku úrvalsdeildina)."

Salah, sem var nálægt því að ganga til liðs við Liverpool árið 2014 áður en hann samdi við Chelsea er mjög hrifinn af deildinni.

„Mér líkar mjög vel við úrvalsdeildina. Mér finnst það henta mínum leikstíl. Mér finnst mjög gott að spila í úrvalsdeildinni."

„Ég hef sagt það síðan á fyrsta degi að ég er ánægður í Liverpool og ég vil spila minn fótbolta hér. Ef þú berð mig saman við sjálfan mig fyrir fimm árum síðan þá hefur allt breyst, andlega, líkamlega. Allt,"
sagði Egyptinn að lokum.

Salah, sem er 25 ára hefur skorað 32 mörk í öllum keppnum á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner