Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 17. mars 2018 13:56
Gunnar Logi Gylfason
Þýskaland: Rúrik skoraði í tapi Sandhausen
Rúrik skoraði í dag
Rúrik skoraði í dag
Mynd: Getty Images
Sandhausen 2-3 Bochum
1-0 Manuel Stiefler (18')
2-0 Rúrik Gíslason (24')
1-2 Lukas Hinterseer (26')
2-2 Lukas Hinterseer (56')
2-3 Lukas Hinterseer (63')

Rúrik Gíslason byrjaði inn á í liði Sandhausen í næst efstu deild þýska boltans í dag þegar liðið fékk Bochum í heimsókn.

Sandhausen byrjaði betur og eftir rúman stundarfjórðung kom Manuel Stiefler heimamönnum yfir og bætti Rúrik öðru marki við sex mínútum síðar.

Lukas Hinterseer tók svo til sinna ráða og skoraði þrennu og tryggði Bochum sigur í fallbaráttunni.

Líkurnar á að Sandhausen nái í umspil um að komast upp um deild fara minnkandi en liðið er í 8.sæti, átta stigum á eftir umspilssæti um að komast upp.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner