Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 17. apríl 2014 11:57
Elvar Geir Magnússon
Cardiff finnst að úrslitin gegn Palace eigi ekki að standa
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Cardiff.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Cardiff.
Mynd: Getty Images
Íþróttadeild BBC hefur undir höndum fimm blaðsíðna skjal sem lögfræðingar Cardiff City sendu til enska knattspyrnusambandsins.

Þar kemur fram að Tony Pulis, knattspyrnustjóri Crystal Palace, hafi vitað að íþróttastjórinn Iain Moody var að reyna að hlera upplýsingar um byrjunarlið Cardiff í þessum mikilvæga leik liðanna sem fram fór í byrjun apríl.

Crystal Palace vann leikinn 3-0 en Cardiff segist hafa sannanir undir höndum um að Moody hafi komist að byrjunarliðinu og þar með brotið reglur í deildinni.

BBC hafði samband við Pulis sem vildi ekki tjá sig um málið en enska úrvalsdeildin hefur staðfest að málið verði skoðað.

Cardiff segir að Crystal Palace hafi svindlað og vill að brugðist verði við. Moody starfaði hjá Cardiff en hætti í lok síðasta árs hjá félaginu og fór til Crystal Palace. Hann á að hafa nýt sér sambönd innan Cardiff.

Crystal Palace vann Everton í gær og tryggði sæti sitt í deildinni en Cardiff er í fallsæti, þremur stigum frá öruggu sæti þegar liðið á fjóra leiki eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner