Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. apríl 2014 15:11
Daníel Freyr Jónsson
Erik Lamela ekki meira með á tímabilinu
Erik Lamela.
Erik Lamela.
Mynd: Getty Images
Engar líkur eru á að Erik Lamela, leikmaður Tottenham, verði meira með liðinu í vetur. Þetta staðfestir stjóri liðsins Tim Sherwood.

Lamela kostaði Tottenham í kringum 30 milljónir punda þegar félagið keypti hann frá Roma síðasta sumar. Er hann dýrasti leikmaður í sögu félagsins, en hann náði engan veginn að standa undir væntingum í vetur.

Argentínumaðurinn hefur glímt við mikil meiðsli og einungis þrisvar verið í byrjunarliðinu í úrvalsdeildinni. Orðrómur var uppi um að hann gæti náð síðustu leikjum tímabilsins, en svo segir Shewood ekki vera.

,,Það eru engar líkur á að Lamela verði klár. Ég las í blöðunum að einhver úr stjórninni hefði beðið mig um að gefa honum fleiri tækifæri," sagði Sherwood.

,,Það væru ágætis líkur á því ef hann væri í lagi, hann er hinsvegar meiddur."

Lamela hefur ekkert komið við sögu með Tottenham síðan hann kom af bekknum í leik gegn Stoke City þann 29. desember á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner