Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 17. apríl 2014 16:00
Daníel Freyr Jónsson
Ferguson sannfærði Pulis um að taka við Palace
Tony Pulis.
Tony Pulis.
Mynd: Getty Images
Tony Pulis, stjóri Crystal Palace, hefur greint frá því að Skotinn Sir Alex Ferguson hafi átt stóran þátt í að hann hafi tekið við félaginu.

Pulis hefur staðið sig frábærlega síðan hann tók við Palace og með mögnuðum 3-2 útisigri á Everton í gær er ljóst að liðið er öruggt frá falli. Sigurinn í gær var sá fjórði í röð, en Pulis tók við Palace á botni deildarinnar um mitt tímabil og virtist fátt geta komið í veg fyrir fall niður í Championship-deildina.

Hann segist hafa rætt við stjórnarformann liðsins, Steve Parish, en ekki verið sannfærður um að taka við starfinu þar til hann talaði við Ferguson.

,,Ég talaði við Steve fjórum eða fimm sinnum. Ég hitti hann einu sinni og fannst þetta ekki vera það rétta fyrir mig," sagði Pulis.

,,Síðan hitti ég hann aftur í Bournemouth og við áttum gott spjall sem sannfærði mig um að þetta væri verkefnið. Þegar ég lít til baka höfðu allir sagt að þetta yrði erfitt."

,,Sir Alex Ferguson og Peter Coates, minn fyrrum framkvæmdastjóri, voru þeir einu sem sögðu mér að taka við liðinu - og þeir voru góðir til að dæma um það."
Athugasemdir
banner
banner