fim 17. apríl 2014 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Garðar Jóh orðinn myndatökumaður Stjörnunnar
Garðar á myndavélinni í gær. Fyrir framan hann má sjá Sigurð Ragnar Eyjólfsson þjálfara ÍBV sem fylgdist með leiknum í gær.
Garðar á myndavélinni í gær. Fyrir framan hann má sjá Sigurð Ragnar Eyjólfsson þjálfara ÍBV sem fylgdist með leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Garðar Jóhannsson hefur fengið nýtt hlutverk hjá Stjörnunni nú þegar ljóst er að hann spilar ekkert fyrsta mánuðinn af Íslandsmótinu vegna meiðsla.

Hann var mættur í stúkuna í leik liðsins gegn FH í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins í gærkvöldi og tók leikinn upp á myndband fyrir Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara liðsins.

,,Hann verður að gera eitthvað drengurinn," sagði Rúnar Páll eftir leikinn í gær.

En er Garðar að standa sig í því hlutverki? ,,Ég veit það ekki, ég á eftir að sjá leikinn," svaraði hann og hló dátt að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner