banner
   fim 17. apríl 2014 13:00
Elvar Geir Magnússon
Gareth Bale: Við stefnum á þrennuna
Gareth Bale fagnar marki sínu í gær.
Gareth Bale fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Getty Images
Gareth Bale skoraði frábært sigurmark Real Madrid í gær þegar liðið vann Barcelona 2-1 í úrslitaleik spænska bikarsins. Real Madrid er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og mætir FC Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

„Þetta var mjög sérstök stund. Við unnum fyrsta titilinn af þeim þremur sem við eigum möguleika á. Við ætlum að berjast um þá alla," segir Bale.

Bale hefur skorað 20 mörk í öllum keppnum á tímabilinu, þar af 14 í deildinni. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir ða skila

„Þetta mark var sönnun þess að hann getur svo sannarlega gert gæfumuninn í stórleikjum," segir Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid. „Þetta var klárlega mikilvægasta markið á ferli Bale. Þetta mark réði úrslitum."

Real er þremur stigum á eftir toppliði Atletico Madrid í La Liga þegar fimm leikur eru eftir. Fyrri leikurinn gegn Bayern í Meistaradeildinni verður í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner