Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 17. apríl 2014 11:21
Brynjar Ingi Erluson
Goal.com: Chelsea nálgast Diego Costa
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur mikinn áhuga á því að landa spænska framherjanum Diego Costa frá Atletico Madrid en viðræður eru komnar langt á veg samkvæmt vefmiðlinum Goal.com.

Costa hefur verið magnaður á þessari leiktíð með Atletico Madrid en hann hefur verið lykilmaður í liðinu sem berst núna um bæði Meistaradeildaritilinn og spænska titilinn.

Í fyrsta sinn í mörg ár eru það þrjú lið sem berjast um spænsku deildina en liðið er á toppnum sem stendur með þriggja stiga forskot.

Framherjinn hefur verið orðaður við stærstu lið heims að undanförnu en talið er að fulltrúar Chelsea hafi verið í viðræðum við fulltrúa Atletico Madrid og Costa undanfarinn mánuð og koma viðræður til með að halda áfram er liðin mætast í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Chelsea er reiðubúið að borga 42,5 milljónir evra fyrir leikmanninn og þá koma launin til með að þrefaldast hjá honum en hann er nú þegar að fá 61 þúsund evrur á viku hjá Atletico.

Chelsea vill ganga frá viðræðunum áður en tímabilinu lýkur en HM í Brasilíu hefst í júní og vill enska liðið að allt sé frágengið fyrir þann tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner