banner
   fim 17. apríl 2014 20:25
Alexander Freyr Tamimi
Ítalía: Hörður lék allan leikinn í sigri Spezia
Hörður Björgvin spilaði í hjarta varnarinnar er Spezia hélt hreinu og vann.
Hörður Björgvin spilaði í hjarta varnarinnar er Spezia hélt hreinu og vann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spezia 1 - 0 Siena
1-0 Nicola Bellomo ('83)

Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Spezia sem vann 1-0 sigur gegn Siena í ítölsku Seríu B í kvöld.

Íslenski U21 landsliðsmaðurinn lék allan leikinn í miðverðinum hjá Spezia, en eina mark leiksins skoraði Nicola Bellomo á 83. mínútu.

Hörður Björgvin átti þrumuskot í leiknum sem markvörður Siena varði vel.

Spezia fór með sigrinum upp í 7. sætið og að hlið Siena, sem er sæti ofar á markatölu en bæði lið eru með 51 stig. Önnur úrslit kvöldsins voru afar hentug Herði og félögum.

Þessi sigur þýðir að Spezia er komið í umspilssæti um sæti í Seríu A en er ekki nema fimm stigum frá öðru sætinu þegar sjö umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner