Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
   fim 17. apríl 2014 16:07
Elvar Geir Magnússon
Kjartan Henry: Náðum að þjappa hópinn vel úti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum nýkomnir frá Spáni svo þetta var svona „slap in the face", sagði Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, eftir 3-1 sigur á Fylki í snjókomunni á KR-velli í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins.

Kjartan kom inn sem varamaður í leiknum í dag og skoraði þriðja mark KR-inga.

„Við kláruðum þetta kannski fagmannlega. Við vorum orðnir nokkuð kaldir í lokin en sigldum þessu heim. Það voru margir sem fengu að taka þátt og það er fínt á þessum tíma."

Kjartan segir að ferðin til Spánar hafi verið mjög góð.

„Hún var frábær. Frábærar aðstæður og við vorum heppnir með veður. Við náðum að æfa vel og það eru allir frekar sprækir. Það er leiðinlegt að vera kominn heim en á sama tíma er tilhlökkun fyrir því að spila á grasi."

„Við náðum að þjappa hópinn vel úti. Þessir nýju fengu að syngja fyrir okkur og aðrir að dansa. Þessir menn sem hafa komið hafa smellpassað og það hefur verið bætt í þau skörð sem þurfti."

Kjartan fór í aðgerð á hné fyrir áramót en er allur að koma til.

„Ég hefði viljað vera kominn aðeins lengra í endurkomunni en þetta er ekki besta gras í heimi og það er álag á hnéð og alla liði. Ég tók mestmegnis þátt í öllu úti og leið bara vel. Ég er nokkuð bjartsýnn," sagði Kjartan.

Má ekki búast við því að KR verði spáð efsta sæti í Pepsi-deildinni í sumar?

„Það kæmi mér ekkert á óvart. Við ætlum að reyna að taka þátt í því. Það eru mörg flott lið.."

KR mun mæta FH í undanúrslitum á mánudaginn en viðtalið við Kjartan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner