Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. apríl 2014 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Moyes fór til Portúgals að skoða þrjá leikmenn
Mynd: Getty Images
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, var í Portúgal í gær að skoða þrjá leikmenn en hann mætti þá á bikarleik Benfica og Porto.

Benfica sigraði Porto með þremur mörkum gegn einu í gær en Porto vann fyrri leikinn með einu marki gegn engu. Benfica komst því áfram en hann fylgdist með einum leikmanni Benfica og tveimur frá Porto.

Hann var mættur til þess að fylgjast með kólumbíska framherjanum Jackson Martinez hjá Porto en sá hefur verið heldur duglegur að raða inn mörkunum undanfarin ár hjá portúgalska liðinu.

Þá fylgdist hann með liðsfélaga hans Eliquiam Mangala en hann hefur verið afar öflugur í vörninni hjá Porto. Þessi franski varnarmaður er talinn einn heitasti bitinn á markaðnum og ljóst að hann kemur til með að yfirgefa félagið í sumar.

Þá var Moyes einnig með augun á Ezequiel Garay, varnarmanni Benfica, en hann var einmitt áður á mála hjá spænska stórliðinu Real Madrid. Sá er argentínskur eins og flestum er kunnugt.

Búist er við því að allir þessir leikmenn yfirgefi félög sín í sumar og ljóst að Manchester United verður ekki eina liðið sem mun leggja fram tilboð í þá en Moyes er vel þekktur fyrir að mæta sjálfur á leiki hjá þeim leikmönnum sem hann ætlar að næla sér í.
Athugasemdir
banner
banner