fim 17. apríl 2014 22:30
Alexander Freyr Tamimi
Neuer býst við að ná fyrri leiknum gegn Real Madrid
Neuer er allur að koma til.
Neuer er allur að koma til.
Mynd: Getty Images
Bayern Munchen hefur fengið þær góðu fréttir að markvörðurinn Manuel Neuer verður líklega til í slaginn fyrir fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid á miðvikudag.

Þýski landsliðsmaðurinn þurfti að fara af velli í hálfleik þegar Bayern tapaði gegn Borussia Dortmund vegna meiðsla á kálfa um síðustu helgi og var hann ekki í hóp í bikarleiknum gegn Kaiserslautern í gærkvöldi.

Þó er Neuer bjartsýnn varðandi leikinn gegn Real Madrid á miðvikudaginn og býst við að spila. Munar um minna.

,,Mér líður mjög vel," sagði Neuer við heimasíðu félagsins.

,,Ég býst við því að geta spilað á miðvikudag."

Um helgina mun hinn tvítugi Lukas Raeder líklega standa á milli stanganna þegar Bayern mætir Eintracht Braunschweig, en hann var í markinu í 5-1 sigrinum gegn Kaiserslautern.
Athugasemdir
banner
banner