Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. apríl 2014 19:30
Alexander Freyr Tamimi
Óvíst að Neymar verði meira með á tímabilinu
Neymar er hugsanlega kominn í frí fram að HM.
Neymar er hugsanlega kominn í frí fram að HM.
Mynd: Getty Images
Neymar, sóknarmaður Barcelona, verður fjarri góðu gamni næsta mánuðinn eða svo eftir að hafa meiðst í bikarúrslitaleiknum gegn Real Madrid í gærkvöldi.

Brasilíumaðurinn klúðraði dauðafæri á lokamínútu leiksins, en Real Madrid vann 2-1 sigur og fóru Neymar og félagar því tómhentir heim.

Nú hafa svo fréttir borist af því að Neymar muni missa af leikjum gegn Athletic Bilbao, Villarreal, Getafe og Elche, en félagið vonar þó að hann nái síðasta leiknum gegn Atletico Madrid.

,,Leikmaðurinn fékk högg sem leiddi til meiðsla á vinstri fæti sem þurfa sérstaka meðhöndlun. Hann verður fjarri um það bil fjórar vikur," sagði í yfirlýsingu frá Barcelona.

Þá reif bakvörðurinn Jordi Alba vöðva í leiknum og er óvíst að hann verði meira með á leiktíðinni. Vondar fréttir fyrir Barcelona, sem hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner