fim 17. apríl 2014 09:55
Brynjar Ingi Erluson
Reus vill fara til Manchester United
Powerade
Reus vill fara til Man Utd
Reus vill fara til Man Utd
Mynd: Getty Images
Þá er komið að góðum slúðurpakka á þessum fína fimmtudegi en það er nóg að frétta í dag.



Arsenal mun þurfa að berjast fyrir því að halda Laurent Koscielny hjá félaginu en PSG, Monaco og Bayern München hafa öll áhuga á að fá hann. (Daily Telegraph)

Chelsea er að ganga frá kaupum á Mario Pasalic, 19 ára gömlum leikmanni Hajduk Split í Króatíu en umboðsmaður kappans greindi frá því í í gær. (Daily Mirror)

West Ham United mun reyna að fá Joleon Lescott frá Man City í sumar þegar samningur hans rennur út en liðið reyndi að fá hann í janúar. (Daily Mirror)

Aston Villa mun líklega leggja fram tilboð í Josip Radosevic, miðjumann Napoli í sumar en þessi 20 ára gamli leikmaður hefur þó aðeins leikið 54 mínútur undir stjórn Rafael Benitez á þessari leiktíð. (Talksport)

Sam Allardyce, stjóri West Ham, vill einnig frá Emanuale Giaccherini frá Sunderland í sumar en þessi 28 ára gamli leikmaður vill spila áfram í ensku úrvalsdeildinni. (Metro)

Umboðsmaður Julian Draxler hjá Schalke segir viðræður ekki vera á milli Schalke og Arsenal um að Draxler gangi til liðs við enska liðið í sumar þrátt fyrir að viðræður hafi átt sér stað í síðasta félagaskiptiglugga. (Daily Express)

Marco Reus, lekmaður Borussia Dortmund, vill fara til Manchester United, samkvæmt fyrrum liðsfélaga hans, Mario Götze en sá er hjá Bayern München í dag. (Daily Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner