Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. apríl 2014 18:30
Elvar Geir Magnússon
Tony Pulis: Ótrúlega stoltur af liðinu
Tony Pulis hefur gert frábæra hluti með Crystal Palace.
Tony Pulis hefur gert frábæra hluti með Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Tony Pulis, knattspyrnustjóri Crystal Palace, segir að ljóst sé að liðið muni halda sæti sínu í úrvalsdeildinni eftir sigurinn gegn Everton í gær.

Stigasöfnun liðsins hefur gengið framar bjartsýnustu spám síðan Pulis tók við af Ian Holloway í nóvember en margir telja að Palace sé með slakasta hópinn í deildinni.

,,Þegar ég mætti vorum við með fjögur stig, nú erum við með 40. Þetta er magnað afrek hjá leikmönnum. Þeir hafa verið hreint frábærir," segir Pulis.

,,Ég er stoltur af þeim. Ég spjallaði við þá og sagði að án þeirra framlags og trú á vekefninu hefðum við aldrei afrekað þetta."

,,Þetta er snilld. Ég er í skýjunum fyrir hönd stuðningsmanna og félagsins. Það er ljúft að geta sagt að við verðum úrvalsdeildarfélag á næsta ári þegar fjórir leikir eru eftir."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner