Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 17. apríl 2014 21:30
Alexander Freyr Tamimi
Wenger segir að sjónvarpsstöðvarnar vinni gegn Arsenal
Wenger er ekki sáttur með leikjaniðurröðunina.
Wenger er ekki sáttur með leikjaniðurröðunina.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að sjónvarpsstöðvarnar vinni gegn Arsenal þegar þær raða leikjum niður.

Wenger segir að leikjum sé raðað liðum á borð við Chelsea, Liverpool, Manchester City og Manchester United í vil, en að Arsenal dragi stutta stráið þegar kemur að leikjaniðurröðun.

,,Við höfum aldrei fengið neina hjálp í þessum efnum. Aldrei," sagði Wenger.

,,Það er engin skrifuð regla. Þegar maður ræðir við úrvalsdeildina, þá benda þeir á sjónvarpsfyrirtækin, þau ákveða hverjir spila hvenær og sum félög eiga kannski í betra sambandi við sjónvarpsfyrirtækin."

,,Ef þið viljið vita meira, þá getið þið séð liðin sem hafa verið vernduð frá því að tímabilið byrjaði og þau lið sem hafa fengið mesta hvíld á milli leikja."

,,Þið munuð sjá þetta og komast að ykkar eigin niðurstöðum. Ég dreg ekki hlutleysi sjónvarpsstöðvanna í efa, en stundum virðast ákvarðanir þeirra ekki vera rökréttar."

,,Skoðið bara leikina hjá Chelsea, Liverpool, Arsenal, Manchester City, Manchester United og öllum liðunum sem eru í Meistaradeildinni og þið komist að ykkar eigin niðurstöðu."

Athugasemdir
banner
banner