Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. apríl 2015 15:00
Elvar Geir Magnússon
Castan: Ég lærði að ganga upp á nýtt
Leandro Castan er farinn að æfa á ný.
Leandro Castan er farinn að æfa á ný.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Leandro Castan hefur ekki spilað með Roma á þessu tímabili eftir að hafa þurft að gangast undir skurðaðgerð á heila þar sem óeðlileg þyrping blóðkorna var fjarlægð. Í löngu viðtali við Il Tempo hefur hann lýst þessari hræðilegu lísreynslu.

„Eftir leik gegn Empoli (september 2014) fann ég mikinn svima og allt snérist í hringi. Ég fór að sofa því ég hélt ég væri bara þreyttur en daginn eftir var ástandið það sama. Ég hringdi í lækninn hjá Roma sem boðaði mig til sín í skoðun," segir Castan.

„Ég fór í segulómun þar sem kom í ljós að ég var með eitthvað á stærð við jarðaber. Það var mikill ótti og margar rannsóknir næstu tvo mánuði en læknarnir sögðu þetta ekki vera krabbamein. Allstaðar var samt talað um að ég væri með krabbamein og ég hélt ég væri að fara að deyja."

„Svo kom niðurstaðan loksins og ég var með konuna mína og faðir minn hjá mér þegar læknarnir sögðu hvað þetta væri. Þeir staðfestu að þetta væri ekki heilaæxli og allt var útskýrt fyrir mér. Dagurinn fyrir aðgerðina var erfiðastur. Ég var afar stressaður og spurði skurðlækninn hvort ég gæti fengið McDonald's. Ef þetta yrði mín síðasta máltíð myndi ég allavega njóta hennar!"

„Þegar ég lá á rúminu og var á leið á skurðstofuna leit ég á fjölskyldu mína og allir voru í tárum. Næstu tíu mínútur voru hrikalegar. Ég var einn og hræddur og beið. Ég mun aldrei gleyma þessu," segir Castran en erfiðleikarnir voru ekki að baki þegar hann vaknaði.

„Ég átti í vandræðum með vinstri hlið líkama míns. Ef ég snéri mér á þá hlið þá sá ég allt í móðu. Þegar ég komst á fætur aftur þurfti ég að læra að ganga upp á nýtt, svo hvernig á að hlaupa. Hægri fóturinn virkaði vel en ekki sá vinstri. Sem betur fer voru engar varanlegar skemmdir og allt er orðið eðlilegt."

Castan er 28 ára en hann er farinn að æfa með Roma á ný.
Athugasemdir
banner
banner
banner