Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 17. apríl 2015 12:30
Magnús Már Einarsson
Eggert Gunnþór spáir í leiki helgarinnar
Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Chelsea sigrar Manchester United samkvæmt spánni.
Chelsea sigrar Manchester United samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Sterling hjálpar Liverpool í bikarúrslit samkvæmt spánni.
Sterling hjálpar Liverpool í bikarúrslit samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Kjartan Guðjónsson, leikari, fékk sjö rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum um síðustu helgi.

Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Vestsjælland, spáir í leikina að þessu sinni. Eggert spáir í sjö leiki í ensku úrvalsdeildinni, tvo í undanúrslitum enska bikarsins auk þess sem hann fékk að velja einn leik úr Championship deildinni til að ná tíu leikjum.

Enska úrvalsdeildin:

Crystal Palace 2 - 2 WBA (14:00 á morgun)
2 lið sem eru búin að vera á blússandi siglingu eftir stjóraskipti. Palace hafa verið að skora mikið af mörkum en ég held að Tony Pulis nái óverðskulduðu stigi gegn sínum gömlu mönnum.

Everton 2 - 1 Burnley (14:00 á morgun)
Everton aðeins verið að rétta úr kútnum síðustu vikur og ættu að klára þennan leik á heimavelli. Burnley er hard working lið en þeir fá því miður ekkert úr þessum leik þó svo að minn maður Big Sam Vokes sé byrjaður að spila aftur eftir meiðsli, hann skorar samt í þessum leik.

Leicester 0 - 2 Swansea (14:00 á morgun)
Leicester liðið er búið að ná að halda smá lífi í sér á botninum undanfarið eftir að allir voru búnir að afskrifa þá. Þeir fá samt ekkert út úr þessum leik. Gylfi nær að hætta að hugsa um það í smátíma meðan leikurinn er að það er að koma sumar og að ég verð fljótlega að vinna hann í golfi og mun setja eitt og jafnvel assist líka.

Stoke 1 - 2 Southampton (14:00 á morgun)
Stoke hafa ekki verið að gera merkilega hluti undanfarið og eru bara um miðja deild og hafa kannski ekki að miklu að keppa. Southampton heldur enn í meistarardeildarvonina og vinna góðan útisigur í þeirri baráttu.

Chelsea 1 - 0 Man Utd (16:30 á morgun)
Stórleikur helgarinnar. Chelsea hafa ekki verið sannfærandi undanfarið en hafa þó náð að halda ágætu forskoti á toppnum. Man Utd loksins byrjaðir að spila skemmtilegri bolta og náð góðum úrslitum en það dugir þó ekki til þar sem Chelsea ná að drepa þennan leik með sinni varnartaktík og sigla þessu heim og svo gott sem klára deildina í leiðinni.

Man City 5 - 0 West Ham (12:30 á sunnudag)
City þarf að rífa sig í gang eftir slæmt tap í Manchester slagnum um síðustu helgi. Þeir gjörsamlega ganga frá Big Sam og hans mönnum á heimavelli. Shaun Goater setur þrennu.

Newcastle 1 - 2 Tottenham (15:00)
Bæði lið sem töpuðu í síðasta leik. Newcastle siglir lygnan sjó um miðja deild með John Carver síbrosandi á hliðarlínunni. Tottenham sækja góð þrjú stig norður og Kane vélin heldur áfram á sinni leið með marki í þessum leik.

Undanúrslit enska bikarsins

Reading 0 - 3 Arsenal (16:20 á morgun)
Reading hafa ekki verið að gera sérstaka hluti í championship deildinni enda ekki enn búnir að jafna sig eftir að King Brynjar Björn hætti um árið. Þeir mæta ofjörlum sínum í þessum leik enda Arsenal búnir að vinna svona 10 leiki í röð og það er ekki að fara að breytast.

Aston Villa 1 - 3 Liverpool (14:00 á sunnudag)
Tim Sherwood hefur náð að blása lífi í Aston Villa eftir að hann tók við ásamt því að fá að njóta sín í viðtölum í hverri viku. Sherwood vélin lendir hins vegar á vegg þarna því mínir menn í Liverpool ætla sér að komast í úrslitaleikinn til að ná góðu farewell á kónginn sjálfann, Stevie G. Sterling setur 2 og leggur upp hitt og kveikir sér svo í shisha inní klefanum eftir leik.

Championship deildin:

Blackpool 0 - 4 Fulham (15:00 á morgun)
Þennan valdi ég til að reyna að skora auðveld stig. Blackpool hafa verið alveg hræðilegir á þessu tímabili og eru fallnir. Það er greinilega allt í rugli í klúbbnum og stuðningsmennirnir löngu búnir að fá nóg af eigandanum. Þó svo að það sé erfitt að finna grænan grasblett á vellinum í Blackpool ná Fulham að spila þokkalegan bolta á ströndinni hjá þeim og ná í sannfærandi sigur.

Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Gary Martin (8 réttir)
Kjartan Guðjónsson (7 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (7 réttir)
Jóhannes Karl Guðjónsson (6 réttir)
Bogi Ágústsson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Matthías Vilhjálmsson (6 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Henry Birgir Gunnarsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (5 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Árni Vilhjálmsson 4 réttir)
Ingólfur Þórarinsson 4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Einar Örn Jónsson (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Kristján Flóki Finnbogason (3 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner