Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 17. apríl 2015 05:55
Daníel Freyr Jónsson
England um helgina - Risaleikur og undanúrslit í bikarnum
Rooney og félagar mæta Chelsea.
Rooney og félagar mæta Chelsea.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur titil að verja í FA-bikarnum.
Arsenal hefur titil að verja í FA-bikarnum.
Mynd: EPA
Það er áhugaverð helgi framundan í enska boltanum þar sem risaslagur fer fram á Stamford Bridge.

Engin hádegisleikur er á laugardeginum að þessu sinni, en fjórir leikir hefjast hinsvegar á sama tíma klukkan 14:00. Þar á meðal spilar Swansea á útivelli geng botnliði Leicester og má búast við að Gylfi Þór Sigurðsson verði á sínum stað í byrjunarliði gestanna.

Eftirvæntingin er hinsvegar öll fyrir leik Chelsea og Manchester United, sem hefst klukkan 16:30. Chelsea stefnir á titilinn, á meðan United hefur verið á blússandi siglingu og lagt Tottenham Liverpool og Manchester City að velli undanfarnar vikur á sannfærandi hátt.

Þá fara tveir leikir fram í deildinni á sunnudag. Manchester City, sem hefur verið í frjálsu falli undanfarið, á heimaleik gegn West Ham, auk þess sem Newcastle og Tottenham eigast við.

Einnig fara undanúrslit FA-bikarsins fram um helgina. Bikarmeistarar Arsenal mæta Reading á morgun, auk þess sem Aston Villa og Liverpool mætast á sunnudag. Báðir leikirnir verða spilaðir á Wembley.

Laugardagur:
14:00 Crystal Palace - WBA (Beint á Stöð 2 Sport 5)
14:00 Leicester - Swansea (Beint á Stöð 2 Sport 2)
14:00 Everton - Burnley (Beint á Stöð 2 Sport 3)
14:00 Stoke - Southampton (Beint á Stöð 2 Sport 4)
16:30 Chelsea - Manchester United (Beint á Stöð 2 Sport 2)

FA Bikarinn:
16:20 Arsenal - Reading (Beint á Stöð 2 Sport)

Sunnudagur:
12:30 Manchester City - West Ham (Beint á Stöð 2 Sport 2)
15:00 Newcastle - Tottenham (Beint á Stöð 2 Sport 2)

FA Bikarinn:
14:00 Aston Villa - Liverpool (Beint á Stöð 2 Sport)

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner