banner
   fös 17. apríl 2015 08:30
Daníel Freyr Jónsson
Hálfur mánuður í endurkomu Oxlade-Chamberlain
Alex Oxlade-Chamberlain.
Alex Oxlade-Chamberlain.
Mynd: Getty Images
Alex Oxlade-Chamberlain, leikmaður Arsenal, mun missa af næstu leikjum liðsins vegna meiðsla.


Þessi ungi Englendingur hefur gengið illa að jafna sig af nárameiðslum og verður hann ekki með þegar Arsenal spilar til undanúrslita í FA-bikarnum gegn Reading um helgina.

,,Bólgan er ekki alveg horfin, en hann er að koma til aka og gæti snúið aftur í næstu viku, en við munum sjá til. Það eru enn að minnsta kosti tvær vikur í hann," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, um vængmanninn öfluga.

Chamberlain hefur verið frá í fimm vikur, en hann hefur verið mikið meiddur á stuttum ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner