banner
   fös 17. apríl 2015 11:30
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið ÍA: Skagamenn spila 4-4-2
Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA.
Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Snær Ólafsson markvörður.
Árni Snær Ólafsson markvörður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við teljum niður í Pepsi-deildina með því að kynna liðin til leiks eftir því hvar þeim er spáð. Þá skoðum við líklegt byrjunarlið í upphafi móts. Fótboltastórveldið ÍA er komið aftur í deild þeirra bestu og spennandi að sjá hvernig þeim mun vegna. Ef spáin rætist enda Skagamenn í ellefta sæti og falla.



Árni Snær Ólason mun verja mark ÍA líkt og í fyrra. Markvörður með gríðarlega spyrnugetu. Reynsluboltinn Páll Gísli Jónsson er honum til taks en hann hefur mikið verið meiddur.

Sindri Snæfells Kristinsson og Teitur Pétursson voru í hægri bakverði hjá ÍA í fyrra en Þórður Þorsteinn Þórðarson hefur eignað sér stöðuna í vetur. Þórður var að ganga upp úr 2. flokki en hann er sonur Þórðar Þórðarsonar fyrrum þjálfara ÍA. Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA, verður í hjarta varnarinnar að venju. Við hlið hans verður Arnór Snær Guðmundsson sem kom frá Aftureldingu fyrir síðasta tímabilið. Darren Lough, fyrrum leikmaður Newcastle, er síðan í vinstri bakverði en hann vekur athygli á velli fyrir hjálm sem hann spilar eftir að hafa fengið höfuðhögg á sínum tíma.

Skagamenn ætla að spila 4-4-2 og líklegt er að Eggert Kári Karlsson verði á hægri kantinum. Jón Vilhelm Ákason verður líklega vinstra megin en Ásgeir Marteinsson bankar þó einnig hressilega á dyrnar í byrjunarliðinu. Á miðjunni verður Marko Andelkovic í stóru hlutverki en þessi þrítugi Serbi ólst upp hjá Partizan Belgrad og á flottan feril að baki. Hinn ungi og efnilegi Albert Hafsteinsson hefur spilað mikið í vetur og byrjar líklega á miðjunni við hlið Marko. Arnar Már Guðjónsson kemur einnig til greina þar. Hallur Flosason gæti líka spilað á miðjunni eða á kantinum en hann var fjarri góðu gamni í talsverðan tíma í vetur vegna meiðsla.

Garðar Bergmann Gunnlaugsson mun halda áfram að skora mörk fyrir Skagamenn. Hjörtur Hjartarson er farinn en í stað hans hafa Skagamenn krækt í Arsenij Buinckij sem hefur sýnt fína takta í vor. Arsenij var öflugur með KA í 1. deildinni í fyrra og spennandi verður að sjá hann í sumar. Garðar var með tvö mörk og Arsenij þrjú þegar ÍA vann 5-1 sigur gegn Fjölni í Lengjubikarnum í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner