Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. apríl 2015 13:27
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Ég verð neðstur í kjöri á stjóra ársins
Mourinho heilsar aðdáendum.
Mourinho heilsar aðdáendum.
Mynd: Getty Images
Markahrókurinn Diego Costa verður ekki með Chelsea á morgun þegar liðið mætir Manchester United í stórleik í enska boltanum. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að Costa gæti þó mögulega spilað gegn Arsenal eftir rúma viku.

„Markmið okkar var að Diego myndi spila síðustu fjóra leikina. Þó hann spili ekki gegn Arsenal né Leicester er það ekki stórt vandamál," segir Mourinho.

Samkvæmt skoðanakönnun er meira drullað yfir Chelsea en önnur lið á samskiptamiðlum.

„Ég held að það sé því við erum leiðinlegir. Við höfum verið á toppi deildarinnar frá fyrsta degi. Það er eitthvað sem fólki í þessu landi líkar illa við. Það vill að deildin sé eins og Championship-deildin þar sem allt er í hnút. Ég veit að það yrði frábært fyrir deildina en við reynum að koma í veg fyrir að það gerist."

Mourinho var spurður að því hvort hann telji að hann muni vera valinn stjóri ársins.

„Ég veit það ekki. Ég? Nei ég verð neðstur. Ég hef ekki einu sinni verið stjóri mánaðarins á þessu tímabili. Ég er ekki hérna til að vinna þau verðlaun. Ég er hérna til að verða Englandsmeistari," segir Mourinho.

Meiðslavandræði Manchester United auðvelda ekki verkefni Chelsea á morgun að mati portúgalska stjórans.

„Leikmannahópurinn þeirra er magnaður. Bæði hvað varðar fjölda og gæði. Ég fékk mér sæti í vikunni til að leikgreina andstæðinginn og áttaði mig á hvað þeir hafa. Louis van Gaal er frábær stjóri og þeir verða rúmlega tilbúnir," segir Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner