Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. apríl 2015 16:02
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Óli Þórðar: Menn hljóta að setja kvóta á erlenda leikmenn
Fimm erlendir leikmenn í byrjunarliði Víkings
Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings.
Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Þórðarson, annar þjálfara Víkings, segir í viðtali við 433.is að það gæti þurft að fara að setja kvóta á erlenda leikmenn í Pepsi-deildinni.

„Því miður er þetta svona, ég held að það hljóti að styttast í það að menn setji kvóta á þetta. Það þarf að stemma stigum við þessu, hvenær eða hvort það verður gert þarf að koma í ljós," segir Ólafur í viðtalinu.

„Það er bara spurning fyrir hvern þessi íslenski fótbolti er? Við missum alla okkar efnilegustu leikmenn út og það er spurning hvað er hægt að gera.“

Ummælin eru áhugaverð en þess má geta að fimm erlendir leikmenn voru í byrjunarliði Víkings þegar liðið mætti FH í Lengjubikarnum í gær. Fjórir erlendir leikmenn voru í byrjunarliði FH en alls sjö erlendir leikmenn eru hjá Hafnarfjarðarliðinu.

Ólafur og kollegi hans hjá Víkingi, Milos Milojevic, eru greinilega ekki sammála í þessum efnum en Milos talaði um það á Twitter að hann hafi aldrei skilið þegar menn eru að ræða um skiptingu á erlendum og íslenskum leikmönnum, annaðhvort séu menn nægilega góðir eða ekki.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner