Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. apríl 2015 13:16
Elvar Geir Magnússon
Tímabilinu gæti verið lokið hjá Kompany
„Mikilvægt að standa saman," segir Pellegrini.
Vincent Kompany, fyrirliði Man City.
Vincent Kompany, fyrirliði Man City.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, sagði á fréttamannafundi í dag að varnarmaðurinn Vincent Kompany gæti hafa leikið sinn síðasta leik á tímabilinu. Hann er meiddur á vöðva og óvíst hvort hann snúi aftur fyrir sumarfrí.

Meiðslalisti Manchester City lengist en liðinu hefur gengið afar illa á árinu og hætta á að það missi af Meistaradeildarsæti. Á sunnudag kemur West Ham í heimsókn en auk Kompany verða Stevan Jovetic, Wilfried Bony, Gael Clichy og James Milner frá.

„Það hefur aldrei verið mikilvægara að allir standi saman. Stuðningsmenn, leikmenn og starfsmenn. Við erum eitt félag," segir Pellegrini.

City hefur tapað fjórum af síðustu sex leikjum en Pellegrini segist hafa fundið fyrir meiri pressu á síðasta tímabili þegar barist var um Englandsmeistaratitilinn.

„Þetta er versta úrslitahrina sem ég hef kynnst síðan ég tók þetta starf og árið 2015 hefur verið mjög slæmt."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner