Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 17. apríl 2015 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan fær þriggja leikja bann
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, framherji Paris Saint-Germain í Frakklandi, fer í þriggja leikja bann fyrir að svívirða Lionel Jaffredo, dómara deildarinnar, eftir leik liðsins gegn Bordeaux á dögunum.

Upptökur náðust af sænska framherjanum hrauna yfir Jaffredo eftir 3-2 tap liðsins gegn Bordeaux á dögunum en franska knattspyrnusambandið dæmdi Zlatan í fjögurra leikja bann.

PSG og Zlatan gagnrýndu knattspyrnusambandið fyrir vinnubrögð þeirra og ákærðu þeir bannið til íþróttadómstóls í Frakklandi en nú hefur verið ákveðið að slá einn leik af banninu.

,,Paris Saint-Germain er ánægt með það að franska knattspyrnusambandið hefur samþykkt tillögu íþróttadómstólsins með því að lækka bannið um einn leik. Leikmaðurinn hefur þá einnig samþykkt tillöguna," sagði í yfirlýsingu frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner