Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 17. apríl 2017 15:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bikarinn: Fjarðabyggð vann eftir framlengingu
Vujovic skoraði sigurmark fyrir Fjarðabyggð.
Vujovic skoraði sigurmark fyrir Fjarðabyggð.
Mynd: Fjarðabyggð
Fjarðabyggð 1 - 0 Einherji
1-0 Zoran Vujovic ('94 )
Rautt spjald: Pétur Aron Atlason, Fjarðabyggð ('38 ), Víglundur Páll Einarsson ('106 )

Fyrsti leikur Borgunarbikars karla fór fram í dag. Í honum mættust Fjarðabyggð og Einherji í Fjarðabyggðarhöllinni.

Það dró fyrst til tíðinda á 38. mínútu þegar Pétur Aron Atlason, leikmaður Fjarðabyggðar fékk að líta sitt annað gula spjald.

Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma, þrátt fyrir að Fjarðabyggð skyldi leika einum færri allan seinni hálfleikinn.

Í byrjun framlengingarinnar kom Zoran Vujovic Fjarðabyggð yfir. Zoran er serbneskur framherji sem kom til Fjarðabyggðar á dögunum og hann er strax farinn að láta til sín taka.

Það reyndist eina mark leiksins, en á 106. mínútu fékk Víglundur Páll Einarsson, spilandi þjálfari Einherja, rautt spjald.

Fjarðabyggð mætir Leikni F. í næstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner