Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mán 17. apríl 2017 17:57
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Gunnar Þorsteins: Mættum ofjörlum okkar í dag
Gunnar Þorsteinsson er spenntur fyrir að hefja leik í Pepsi-deildinni
Gunnar Þorsteinsson er spenntur fyrir að hefja leik í Pepsi-deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindvíkinga var niðurlútur eftir úrslitaleik Lengjubikarsins í dag en Grindavík tapaði 4-0 gegn KR.

„Við vissum að það yrði á brattan að sækja, þeir pressuðu okkur stíft. Við vörðumst vel og vorum þéttir eins og við höfum verið en náðum ekki að skapa okkur mikið fram á við. Svo fáum við á okkur mark úr aukaspyrnu sem skrifast svolítið á reynsluleysi af okkar hálfu. Róðurinn var svolítið þungur eftir það. Við mættum einfaldlega ofjörlum okkar í dag," sagði Gunnar.

Leikmannahópur Grindvíkinga var fámennur í dag en töluvert er um meiðsli hjá liðinu.

„Við erum í rauninni búnir að fara á lyginni í gegnum allt þetta mót, sérstaklega útsláttarkeppnina. Í dag vorum við með einn meistaraflokksleikmanna á bekknum og restin var annars flokks peyjar. Við förum ekki svona í Íslandsmótið, þetta var alveg tilfallandi. Við förum ekkert að hætta leikmönnum í Lengjubikarnum þótt svo þetta sé úrslitaleikur. Þó að við séum hundsvekktir í dag þá getum við verið stoltir að hafa komist alla þessa leið.

Gunnar er spenntur að hefja leik í Pepsi-deildinni.

„Fyrsta skiptið í efstu deild í fimm ár og maður finnur að það er spenna í bænum og spenna innan liðsins. Kannski ekki gerðar miklar væntingar til okkar, allavega sýnist maður það ekki út á við. Við erum búnir að sýna það núna í gegnum Lengjubikarinn að við komum til með að stríða öllum liðum í þessari deild."
Athugasemdir
banner
banner
banner