Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mán 17. apríl 2017 17:28
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Willum: Alltaf gott þegar framherji skorar mörk
Willum er búinn að skila einum titli í hús á þessu tímabili
Willum er búinn að skila einum titli í hús á þessu tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR var ánægður með sigur sinna manna í dag en KR vann Grindavík, 4-0 í úrslitaleik Lengjubikarsins.

„Það er alltaf gaman að vinna og þetta er ágætis veganesti. Svona kannski í takt við það sem við erum að gera, það hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur. Nú eru bara tvær vikur í mót þannig við höfum þær tvær vikur til þess að byggja ofan á þetta og vinna í þeim hlutum sem við viljum bæta okkur í," sagði Willum.

Nýjasti leikmaður KR, Tobias Thomsen átti góðan leik í dag og skoraði tvö mörk. Willum er ánægður með innkomu hans.

„Hann kemur inn með mjög sterkt hugarfar og mikinn vilja í að sanna sig. Hann er vinnusamur og duglegur og leggur sig fram við að skila sínu í skipulagið. Það er eiginlega það dýrmætasta í þessu. Svo er alltaf gott þegar framherji skorar mörk."

Ungir leikmenn koma inná í liði KR í dag og spilaði Ástbjörn Þórðarson allan leikinn og skoraði síðasta mark KR-inga. Ástbjörn er fæddur árið 1999 og átti flottan leik.

„Hann er bara búinn að vera í byrjunarliðinu síðustu tvo leiki bara vegna þess að hann er í sterkustu uppstillingunni sem völ er á. Þessir strákar eru allir búnir að stíga upp í vetur og eru að koma inn í liðið á réttum forsendum. Þeir eru valdir því þeir hafa staðið sig."

Willum býst ekkert endilega við að styrkja liðið fyrir Pepsi-deildina, mögulega gæti komið einn leikmaður.

„Það er engin pressa á það. Það yrði þá í mesta lagi einn leikmaður en hann þarf að vera virkilega góður og við verðum að vera alveg öruggir um það að hann færi liðinu eitthvað."
Athugasemdir
banner
banner
banner