Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
   sun 17. maí 2015 22:46
Lárus Ingi Magnússon
Addi Grétars: Tvö lögleg mörk tekin af okkur
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er auðvitað eins og blaut tuska í andlitið á Keflvíkingum en ef maður reynir að fara yfir leikinn og ég á eftir að horfa á leikinn aftur í kvöld, þá held ég að við höfum átt þetta fyllilega skilið," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli við Keflavík suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Breiðablik

„Það er oft í fótbolta að maður fær ekki það sem maður á skilið, auðvitað er þetta blóðugt fyrir þá en að sama skapi tökum við þetta stig með okkur heim."

„En ég er líka ósáttur því ég er búinn að heyra að við höfum skorað tvö alveg lögleg mörk sem voru tekin af okkur í seinni hálfleik."


Elfar Freyr Helgason miðvörður Breiðabliks fékk að líta áminningu eftir leik en hann hundskammað dómara leiksins.

„Það gefur augaleið að hann var ósáttur. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en Elfar er mikill keppnismaður og heitur í hamsi. Það þarf oft að reyna að hamla hann aðeins. Hann var ekki sáttur við eitthvað og ég veit ekki nákvæmlega hvað það er."
Athugasemdir