Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. maí 2018 16:00
Magnús Már Einarsson
Fyrsta æfing landsliðsins fyrir HM var í dag
Icelandair
Úr leik Íslands og Perú í mars.
Úr leik Íslands og Perú í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta æfing íslenska landsliðsins fyrir HM fór fram á Laugardalsvelli í dag. Fáir leikmenn eru þó komnir til æfinga ennþá en þeim á eftir að fjölga eftir því sem líða tekur á mánuðinn.

Margir leikmenn eru ennþá að spila með félagsliðum sínum og má þar nefna leikmenn á Norðurlöndunum og víðar. Þá eru þeir leikmenn sem eru nýbúnir að klára tímabil sín í stuttu fríi ennþá.

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru síðan báðir í endurhæfingu vegna meiðsla.

Leikmennirnir sem eru mættir til æfinga eru Albert Guðmundsson, Hörður Björgvin Magnússon, Jón Daði Böðvarsson, Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason.

Allur hópurinn kemur saman í lok mánaðarins en Ísland mætir Noregi og Gana í vináttuleikjum á Laugardalsvelli fyrir HM.

Hér að neðan má sjá myndband af æfingunni í dag.


Leikir Íslands í júní
2. júní Noregur (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
7. júní Gana (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
16. júní Argentína (Moskva) - HM
22. júní Nígería (Volgograd) - HM
26. júní Króatía (Rostov) - HM
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner