Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 17. júní 2018 20:07
Gunnar Logi Gylfason
Birkir Bjarna fékk treyjuna hans Messi
Icelandair
Birkir og Messi í leiknum
Birkir og Messi í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, fékk treyjuna frá Lionel Messi, einum besta leikmanni sögunnar, eftir leik Íslands og Argentínu í gær.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði í viðtali eftir leikinn að hann hafi ekki reynt að fá treyjuna frá Messi. Eftirminnilegt er þegar hann fékk ekki treyjuna frá Ronaldo eftir leik Íslands og Portúgal á EM 2016.

Nú hefur komið í ljós að það var Birkir Bjarnason sem fékk treyjuna hans Messi en skemmtileg mynd náðist af þeim félögum í leiknum sem má sjá hér til hliðar.

Þorgrímur Þráinsson, starfsmaður landsliðsins, hefur birt mynd af Birki með treyjuna hans Messi og má sjá hana hér að neðan.


Athugasemdir
banner