Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 17. júní 2018 09:35
Magnús Már Einarsson
Dómarinn var í sjokki eftir að hann sparkaði Aron niður
Icelandair
Aron ræðir við Marciniak eftir atvikið í gær.
Aron ræðir við Marciniak eftir atvikið í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margir Íslendingar tóku andköf þegar Aron Einar Gunnarsson lagðist meiddur á völlinn í fyrri hálfleik gegn Argentínu í gær. Szymon Marciniak, pólskur dómari leiksins, tók ekki eftir Aroni og steig á hann með þeim afleiðingum að Aron féll til jarðar. Leikurinn var ekki í gangi þegar atvikið átti sér stað en Argentína átti aukaspyrnu þegar það gerðist.

Aron var að spila sinn fyrsta leik eftir ökkla og hnémeiðslin og margir höfðu áhyggjur af því að dómarinn hefði náð að meiða fyrirliðann aftur á ökkla.

„Sem betur fer var þetta hægri ökklinn. Ef hann hefði náð mér á vinstri þá hefði hann sennilega klárað mig," sagði Aron í viðtali í dag.

„Mér var aðallega brugðið. Ég fór aðallega í jörðina því að þeir ætluðu að taka snögga aukaspyrnu og voru búnir að liggja á okkur í smá tíma. Þetta keypti smá tíma."

Marciniak dómari bað Aron innilegrar afsökunar áður en leikurinn fór af stað á nýjan leik. „Hann var í sjokki. Ég held að hann hafi aldrei tæklað leikmann svona áður," sagði Aron.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Aron í heild.
Aron í ítarlegu viðtali: Þetta var tilfinningarússíbani
Athugasemdir
banner