Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 17. júní 2018 11:03
Elvar Geir Magnússon
Freysi líflegur í fréttamannastúkunni - Þjálfarateymið nýtir sér tæknina
Icelandair
Freyr í fréttamannastúkunni í gær.
Freyr í fréttamannastúkunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, leikgreinandi landsliðsins, var manna líflegastur í fréttamannastúkunni í leiknum gegn Argentínu í gær.

Freyr hafði yfirumsjón með að leikgreina argentínska liðið fyrir leikinn og var staðsettur með samskiptabúnað meðal fjölmiðlamanna.

Þjálfarateymi Íslands nýtir sér tæknina og Freysi getur náð talsambandi við bekkinn og einnig sent klippur sem berast gegnum spjaldtölvu.

Freysi öskraði grimmt meðan á leik stóð.

„Þú veist alveg hvernig maður er! Ég breytist aldrei. Maður var ótrúlega spenntur og búinn að leggja ógeðslega mikla vinnu í hlutina. Svo getur maður aðeins blásið þegar maður slekkur á hljóðnemanum og nýtt sér það að fjórði dómarinn sé ekki upp í stúku. Maður getur náð að lifa sig inn í leikinn," sagði Freyr við Fótbolta.net.

Þjálfarateymið prófaði þessa tækni í undirbúningsleikjunum fyrir HM.

„Það er breyting á HM að það má nota svona tæki og fleiri svona samskiptatæki á milli þeirra sem eru uppi í stúku og niðri á hliðarlínu og við vorum bara að gera tilraun hvort þetta væri eitthvað sem við vildum nota," sagði Heimir á fréttamannafundi eftir leikinn við Noregi.

„Það má í dag senda myndir og myndbönd úr leiknum inn á bekkinn og við erum að fikra okkur áfram og sjá hvort við getum nýtt þetta. Það er auðvitað gott að hafa augu uppi á vellinum sem sjá betur, lélegustu sætin á bekknum eru varamannabekkurinn. Þeir sem eru hærra á vellinum sjá betur opnu svæðin en í þessum leikjum er mjög erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn, það breytist aldrei."

Leikgreinandateymi Íslands er nú á fullri ferð að vinna í því að skoða nígeríska liðið sem við mætum á föstudaginn.

„Vinnuferlið er það sama en þetta er allt öðruvísi lið sem við fáum upp í hendurnar," segir Freyr og segir það hjálpa mikið að hafa Roland Anderson í teyminu en hann þekkir kúltúrinn hjá Nígeríu vel sem fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari liðsins.

Sjá einnig:
Roland í 5. skipti á HM - 100% viss á að Ísland geti farið áfram
Athugasemdir
banner
banner
banner