banner
   sun 17. júní 2018 09:25
Magnús Már Einarsson
Friðgeir og fleiri tóku víkingaklappið fyrir Zlatan
Icelandair
Zlatan ásamt Íslendingunum í gær.
Zlatan ásamt Íslendingunum í gær.
Mynd: Úr einkasafni
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic er mættur á HM en hann er þó ekki mættur til að spila eins og áður. Zlatan er að taka þátt í risa auglýsingaherferð fyrir VISA.

Nokkrir Íslendingar tóku víkingaklappið fyrir Zlatan fyrir auglýsinguna. Zlatan segist elska Íslendinga í myndbandinu eins og sjá má hér að neðan

Friðgeir Bergsteinsson, einn af lykilmönnum í Tólfunni, var einn af þeim. Mist Rúnarsdóttir, fréttaritari Fótbolta.net, tók einnig þátt.

„Við vorum við bara að spóka okkur í Fan zon inu í fallegum íslenskum búningum. Þetta var degi fyrir leik og Íslendingar ekki sýnilegir svo það var stokkið á okkur og við beðin um að taka þátt í smá stuðningsmannasprelli fyrir hönd Íslands. Við vorum ekkert mega spennt en fannst mikilvægt að Ísland yrði með," sagði Mist.

„Svo var haft samband klukkutíma síðar og við beðin um að koma. Þá kom í ljós að þetta var eitthvað stærra dæmi en við heldum. Visa auglýsing með "fótboltastjörnu" sem svo kom í ljós að var íslandsvinurinn Zlatan."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner