Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. júní 2018 13:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Gyan: Ég á metið, ekki Ronaldo
Mynd: Getty Images
Asamoah Gyan, landsliðsmaður Gana hefur leiðrétt fréttir þess efnis að Cristiano Ronaldo hafi verið fyrsti maðurinn til þess að skora á átta stórmótum í röð.

Ronaldo skoraði þrennu í jafntefli Portúgal og Spánar síðastliðið föstudagskvöld sem þýðir að hann hefur skorað á átta stórmótum í röð.

Hið rétta er að Asamoah Gyan á metið en hann hefur skorað á níu stórmótum í röð. Gyan sem spilar með Kayserispor í Tyrklandi hefur skorað í síðustu þremur heimsmeistarakeppnum auk þess að hafa skorað í síðustu sex lokakeppnum Afríkubikarsins.



Athugasemdir
banner
banner