sun 17. júní 2018 09:57
Elvar Geir Magnússon
Raggi Sig merktur Fylki í viðtölum eftir Argentínuleikinn
Icelandair
Raggi á fjölmiðlasvæðinu eftir leik.
Raggi á fjölmiðlasvæðinu eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Miðvörðurinn öflugi Ragnar Sigurðsson var merktur uppeldisfélagi sínu, Fylki úr Árbænum, í kringum leikinn gegn Argentínu í gær.

Ragnar skartaði glæsilegri Fylkis-derhúfu þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn víða að úr heiminum eftir 1-1 jafnteflið.

Hann lék með meistaraflokki Fylkis 2004-2006 áður en hann hélt út í atvinnumennskuna. Í dag leikur hann fyrir Rostov í Rússlandi.

„Við hefðum getað gert enn betur, þetta var fyrsti leikurinn og við spiluðum varnarsinnað, meira en við ætluðum okkur. Við verðum að átta okkur á því að við erum að spila við bestu leikmenn í heimi. Við gerðum það sem þurfti til að ná í stig," sagði Ragnar eftir leikinn en hér er hægt að hlusta á viðtalið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner