Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 17. júní 2018 21:00
Gunnar Logi Gylfason
Raiola: Frökkum líkar ekki við hetjur
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, umboðsmaður knattspyrnumannsins Paul Pogba, er ósáttur með umræðuna eftir leik Frakklands og Ástralíu sem lauk með 2-1 sigri Frakka.

Pogba átti stungusendingu á Griezmann sem fékk víti sem skapaði fyrra mark Frakka. Í seinna marki Frakka skaut Pogba í varnarmann Ástrala og þaðan fór boltinn í slánna og inn.

Nú hefur Raiola látið Frakka heyra það.

„Ég held að Frökkum líki ekki við. Það er mikil öfund og afbrýðisemi. Þessir leikmenn vilja spila fyrir þjóð sína, liðið sitt. Ég skil ekki af hverju við þurfum að gagnrýna þá."

„Sérstaklega Paul, því allir vilja gagnrýna hann. Hann er strákur sem reynir alltaf að vera jákvæður og vinna hart að sér. Hann hefur ekkert að sanna," segir Raiola.

„Hann þarf að gera sitt besta til að hjálpa liðinu. Hann verður að gera það sem þjálfarinn vill. Innan sem utan vallar því hann er fullkomin fyrirmynd."

Næsti leikur Pogba og félaga í franska landsliðinu er fimmtudaginn 21. júní gegn Perú.
Athugasemdir
banner
banner
banner