mán 17. júlí 2017 22:02
Magnús Már Einarsson
Þrenna Tryggva: Varnarmennirnir eins og keilur
Mynd: Fótbolti.net
Valsmenn eru einir á toppnum eftir fyrri umferðina.
Valsmenn eru einir á toppnum eftir fyrri umferðina.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, skoraði margar þrennur á ferlinum og í sumar er hann með þrennuna eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni. Þar tekur Tryggvi fyrir þrjú málefni sem brenna á honum.

Hér má sjá það sem vakti athygli Tryggva í elleftu umferðinni sem lauk í kvöld.

Varnarleikur ÍBV til skammar
Varnarleikur Eyjamanna var til skammar gegn KA. Varnarmenn Eyjamanna íta út eins og keilur í mörkunum. Þeir eru bjargarlausir og líta hrikalega út. Þetta er eitthvað sem liðið þarf að gera í því aðalsmerki ÍBV hefur verið varnarleikurinn. Mér finnst mjög lélegt hjá liðinu að ná tveggja marka forystu og glutra henni svona niður. Þegar þú ert kominn í 2-0 á erfiðum útivelli þá hefði ég haldið að það væri sniðugast að endurskipuleggja sig aðeins með því að þétta sig, vera varkárir, taka tíma í föstu leikatriðin og öll þessi gömlu góðu trikk sem maður gerir til að halda í forystunni. Það er lélegt að komast í 2-0 og missa þá forystu niður fyrir hálfleik.

Valsarar líklegir
Valsarar eru farnir að líta út eins og meistarakandídatar. Þeir eru að gera svolítið eins og FH í fyrra, að ná í þrjú stig í jöfnum leikjum. Þetta var jafn leikur gegn Víkingi og hann hefði getað farið á báða bóga. Þeir vinna sterkan 1-0 útisigur og það er ekkert sætara heldur en svona vinnusigrar. Þeir halda hreinu og líta vel út. Maður kemur inn af bekknum og skiptir sköpun og þetta er eins og meistaralið eiga að vera. Það er gaman að sjá hversu flott vinur minn Eiður Aron (Sigurbjörnsson) er að smella inn í liðið. Hann spilaði mjög vel í gær líkt og að undanförnu. Það er synd að sjá hann í Vals treyjunni þegar ÍBV liðið er svona skelfilegt varnarlega. Það er synd að hann hafi ekki farið heim strákurinn. Nú þyrftu þeir svo sannarlega á honum að halda.

Stórsigur Fjölnis endurspeglar deildina
Léttleikandi Fjölnis lið mætti aftur til leiks gegn Grindavík í kvöld. Frábær sigur hjá Fjölnisliðinu. Maður var ekki viss hvar maður hafði þá eftir lélega byrjun og 23 daga frí. Þeir mættu sterkir til leiks og gjörsamlega yfirspiluðu Grindvíkinga. Þeir gerðu fjögur góð mörk og sýndu sitt rétta andlit. Grindvíkingar voru kýldir niður. Þessi úrslit sýna hvernig deildin hefur verið í sumar. Hún er óutreiknanleg og frábær fyrir okkur að horfa á. Valsmenn eru á toppnum, FH er í 4. sæti, Víkingur Ólafsvík í 7. sæti og KR í 10. sæti. Þetta er alls ekki að fara eins og menn spáðu fyrir mót. KR þarf að fara að endurskipuleggja plan sitt. Þeir ætluðu að vera í toppbaráttunni en þeir geta gleymt því núna.

Sjá einnig:
Eldri þrennur Tryggva
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner