Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. júlí 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bayern hefur ekki lengur áhuga á Sanchez
Sanchez mun ekki fara til Bayern.
Sanchez mun ekki fara til Bayern.
Mynd: Getty Images
Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, hefur staðfest það að félagið hafi ekki lengur áhuga á Alexis Sanchez.

James Rodriguez kom til þýsku meistaranna í síðustu viku og þeir hafa því ekki lengur áhuga á að fá Sanchez.

„Við höfum ekki lengur áhuga," sagði Rummenigge í viðtali við tímaritið Kicker í Þýskalandi. „Við þurfum ekki fleiri sóknarleikmenn og þjálfarinn (Carlo Ancelotti) er sammála því."

Bayern hafði helst verið nefnt í tengslum við Sanchez, sem á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Arsenal.

Ef Sanchez ákveður að fara frá Arsenal, þá er Manchester City líklegasta liðið til að hreppa hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner