mán 17. júlí 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Sigurinn var mikill léttir
Pétur Steinn Þorsteinsson (Grótta)
Pétur Steinn í leik gegn Leikni í síðustu viku.
Pétur Steinn í leik gegn Leikni í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var klárlega minn besti leikur í sumar sem og hjá öllu liðinu að mínu mati. Við náðum að spila vel saman og skapa mikið af færum sem er búið að vanta í síðustu leikjum," sagði Pétur Steinn Þorsteinsson, kantmaður Gróttu, við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður tólftu umferðar í Inkasso-deildinni.

Pétur skoraði tvö síðari mörk Gróttu í 3-0 sigri á Leikni Fáskrúðsfirði á laugardaginn. Pétur segir að það hafi verið léttir að ná öðru marki sínu í lok leiks.

„Já það var það, maður á til með að vera kærulaus þegar maður kemst í stöðuna 2-0, en við héldum áfram að spila okkar leik með okkar skipulagi og drápum leikinn."

Grótta fór úr botnsætinu og upp fyrir Leikni með sigrinum. Má ekki segja að leikurinn á laugardag hafi verið hálfgerður úrslitaleikur fyrir framhaldið hjá Gróttu?

„Þetta var ekkert úrslitaleikur fyrir okkur en vissulega þurftum við á sigri að halda. Sigurinn var mikill léttir fyrir okkur, en það er mikið eftir af mótinu," sagði Pétur en hvernig metur hann möguleika Gróttu á að halda sér uppi.

„Við erum með mjög ungt lið og við förum í hvern leik til þess læra og öðlast reynslu, við gerum okkur fulla grein fyrir því að við erum smálið miðað við hin liðin í deildinni þannig að Grótta hugsar bara um næsta leik, svo teljum við stigin í haust og sjáum hvað það hefur gefið okkur."

Pétur er 19 ár gamall en árið 2014 og 2015 var hann í unglingaliði AIK í Svíþjóð. „Ég lærði mjög mikið út í Svíþjóð varðandi fótbolta og mig sjálfan sem persónu. Góð reynsla sem ég mun alltaf kunna meta."

Næsti leikur Gróttu er á fimmtudaginn en þá mætir liðið toppliði Fylkis.

„Þeir eru náttúrlega efstir með besta liðið á pappírunum og ætla sér greinilega beint upp. Þeir eru með valinn mann í hverri einustu stöðu en vonandi getum við hitt á toppleik hjá okkur og veitt þeim baráttu," sagði Pétur að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 11. umferð - Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Bestur í 10. umferð - Bjarni Gunnarsson (HK
Bestur í 9. umferð - Björgvin Stefánsson (Haukar)
Bestur í 8. umferð - Kristinn Justiniano Snjólfsson (Leiknir F.)
Bestur í 7. umferð - Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð - Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 5. umferð - Arnar Darri Pétursson (Þróttur)
Bestur í 4. umferð - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Bestur í 3. umferð - Víðir Þorvarðarson (Þróttur)
Bestur í 2. umferð - Andy Pew (Selfoss)
Bestur í 1. umferð - Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner