Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 17. júlí 2017 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM kvenna: Rússar fara vel af stað
Mynd: Getty Images
Ítalía 1 - 2 Rússland
0-1 Elena Danilova ('9)
0-2 Elena Morozova ('26)
1-2 Ilaria Mauro ('88)

Rússland fer vel af stað á Evrópumótinu í Hollandi.

Rússland mætti Ítalíu í fyrsta leik B-riðils í dag. Ítalir eru ofar á heimslistanum, eru í 18. sæti á meðan Rússland er í 25. sæti.

Það voru þó Rússar sem tóku frumkvæðið. Það er gott að heita Elena ef þú ert fótboltakona frá Rússlandi, en nöfnurnar Elena Danilova og Elena Morozova komu Rússlandi í 2-0 í fyrri hálfleiknum.

Illaria Mauro náði að minnka muninn á 88. mínútu, en það var of seint fyrir Ítali. Lokatölur 2-1 fyrir Rússland.

Þetta var fyrsti sigur Rússlands á Evrópumóti!



Athugasemdir
banner
banner