Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 17. júlí 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Stjarnan og KR eigast við
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elleftu umferð Pepsi-deild karla lýkur í dag.

Ellefta umferðin hófst 3. júlí með leik Breiðabliks og FH, í gær voru tveir leikir og í dag eru þrír leikir.

Í fyrsta leik dagsins mætast Víkingur Ó. og ÍA, síðan mætast Fjölnir og Grindavík áður en Stjarnan og KR eigast við í stórleik.

Stjarnan og KR mættust í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins á dögunum og þá vann Stjarnan með flautumarki.

Það er einnig leikið í 4. deild karla í dag. Þar mætast Léttir og Ýmir í toppslag í C-riðli. Sá leikur hefst 20:00.

Pepsi-deild karla 2017
18:00 Víkingur Ó.-ÍA (Ólafsvíkurvöllur)
19:15 Fjölnir-Grindavík (Extra völlurinn)
20:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

4. deild karla 2017 C-riðill
20:00 Léttir-Ýmir (Hertz völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner