Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. júlí 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Ágúst Eðvald skoraði beint út aukaspyrnu
Ágúst er mjög efnilegur.
Ágúst er mjög efnilegur.
Mynd: Aðsend
Unglingalandsliðsmaðurinn Ágúst Eðvald Hlynsson var á skotskónum með unglingaliði Norwich um helgina.

Hann skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu.

Ágúst hefur verið að spila með vel með unglingaliði Norwich, en hann er á leið í æfingaferð með aðalliði- og varaliði félagsins. Liðið verður við æfingar í vikutíma í Þýskalandi.

Ágúst Eðvald, sem er fæddur árið 2000, steig sín fyrstu skref með meistaraflokki Breiðabliks síðastliðið sumar. Ágúst varð meðal annars yngsti markaskorari í sögu Breiðabliks þegar hann skoraði í leik gegn Kríu í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Ágúst skoraði einnig í bikarleik gegn ÍA, en samtals spilaði hann fjóra leiki í Pepsi-deildinni og þrjá leiki í Borgunarbikarnum.

Hér að neðan má sjá markið sem hann skoraði um helgina.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner