mán 17. júlí 2017 18:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Norðurlöndin: Sigur í fyrsta leik hjá Rúnari - Árni Vill sneri aftur
Rúnar Alex stóð vaktina í marki Nordsjælland.
Rúnar Alex stóð vaktina í marki Nordsjælland.
Mynd: Getty Images
Árni sneri aftur eftir meiðsli.
Árni sneri aftur eftir meiðsli.
Mynd: KSÍ - Hilmar Þór Guðmundsson
Það var spilað í Danmörku, í Noregi og í Svíþjóð í dag. Í öllum þessum deildum eru Íslendingar að gera það gott!

Danmörk:
Það var einn leikur í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Rúnar Alex Rúnarsson stóð í markinu hjá Nordsjælland sem lagði OB með tveimur mörkum gegn einu.

Rúnar Alex skrifaði undir samning til 2020 fyrr í sumar, en hann hefur sýnt miklar framfarir hjá Nordsjælland.

Noregur:
Samúel Kári Friðjónsson fékk nokkrar mínútur þegar Vålerenga gerði jafntefli gegn Kristiansund í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Samúel Kári er að koma til baka úr meiðslum, en hann er nýbyrjaður að spila með Vålerenga.

Svíþjóð:
Árni Vilhjálmsson sneri aftur í byrjunarlið Jönköpings Södra eftir meiðsli, en honum tókst ekki að hjálpa sínu liði í dag.

Jönköpings tapaði 1-0 gegn Häcken og Árni spilaði 55 mínútur.

Í hinum leiknum sem var að klárast í sænsku úrvalsdeildinni, þá tapaði Íslendingalið Hammarby stórt gegn Elfsborg, 3-0.

Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason spiluðu 90 mínútur í dag.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner