Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 17. júlí 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólíklegt að Arsenal takist að kaupa Lemar frá Mónakó
Lemar hefur verið orðaður við Arsenal.
Lemar hefur verið orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Arsenal óttast að missa af því að kaupa Thomas Lemar frá Mónakó í sumar. Þetta kemur fram í frétt hjá BBC.

Arsenal ætlar að reyna að fá hinn 21 árs gamla Lemar, en talið er ólíklegt að frönsku meistararnir í Mónakó muni selja hann.

Mónakó hefur misst nokkra leikmenn í sumar eftir frábært síðasta tímabil. Um helgina fór Tiemoue Bakayoko til Chelsea og bakvörðurinn Benjamin Mendy er á leið til Manchester City. Félagið vonast til þess að missa ekki fleiri leikmenn.

Það verður því erfiðara fyrir Arsenal að landa Lemar.

Arsenal hefur hingað til fengið til sín tvo leikmenn í sumar. Alexandre Lacazette kom frá Lyon og Sead Kolasinac kom á frjálsri sölu eftir að hafa áður leikið með Schalke 04 í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner