banner
   mán 17. júlí 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Paul Robinson leggur hanskana á hilluna
Þakkar fyrir sig.
Þakkar fyrir sig.
Mynd: Getty Images
Paul Robinson, markvörður Burnley, hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna 37 ára að aldri.

Robinson lék yfir 500 leiki á ferli sínum en hann var aðalmarkvörður enska landsliðsins á árunum 2003 til 2007 þar sem hann spilaði 41 leik.

Robinson lék þrjá leiki með Burnley í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hann spilaði einnig með Leeds, Tottenham og Blackburn á ferli sínum.

Langar spyrnur Robinson hafa oft hjálpað til í sóknarleiknum en hann er einn af fimm markvörðum sem hafa skorað mark í ensku úrvalsdeildinni frá stofnun 1992.

Robinson skoraði af 75 metra færi fyrir Tottenham gegn Watford árið 2007 en hann er einnig sá markvörður sem hefur lagt upp flest mörk í sögu úrvalsdeildarinnar eða fimm talsins.

Athugasemdir
banner
banner